Nýtt lag og myndband frá sigurvegara Músíktilrauna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2016 16:30 Flott band. vísir Hljómsveitin Rythmatik, sigurhljómsveit Músíktilrauna, sendi frá sér nýtt lag á dögunum auk tónlistarmyndbands. Lagið var tekið upp í Orgelsmiðjunni af Þórarni Guðnasyni sem einnig er þekktur fyrir störf sín sem gítarleikari hljómsveitarinnar Agent Fresco, en hann annaðist alla vinnslu lagsins. Myndbandið var tekið upp og leikstýrt af Ágústi Elí Ásgeirssyni sem síðustu misseri hefur unnið sér til frægðar fyrir störf með ýmsum landsþekktum tónlistarmönnum. Rythmatik er fjögurra manna indie-rokkhljómsveit sem skipuð er meðlimum frá Suðureyri og Akureyri. Hljómsveitin spilar rokk með áherslu á skemmtileg gítarriff og tekur mikil áhrif frá stefnum og straumum Bretlands á níunda áratugnum og þeim hljómsveitum sem voru ríkjandi á þeim tíma. Eftir að hafa unnið Músíktilraunir árið 2015 eyddi hljómsveitin sumrinu í að spila á tónleikum og hátíðum bæði heima og erlendis. Um haustið kom svo út fyrsta EP plata sveitarinnar, Epilepsy sem inniheldur lagið Sleepyhead sem fram að þessu hefur verið vinsælasta lag sveitarinnar. Nýjasta lag sveitarinnar, Sugar Rush, er það fyrsta af væntanlegri breiðskífu sem hljómsveitin er að vinna í þessa dagana. Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Rythmatik, sigurhljómsveit Músíktilrauna, sendi frá sér nýtt lag á dögunum auk tónlistarmyndbands. Lagið var tekið upp í Orgelsmiðjunni af Þórarni Guðnasyni sem einnig er þekktur fyrir störf sín sem gítarleikari hljómsveitarinnar Agent Fresco, en hann annaðist alla vinnslu lagsins. Myndbandið var tekið upp og leikstýrt af Ágústi Elí Ásgeirssyni sem síðustu misseri hefur unnið sér til frægðar fyrir störf með ýmsum landsþekktum tónlistarmönnum. Rythmatik er fjögurra manna indie-rokkhljómsveit sem skipuð er meðlimum frá Suðureyri og Akureyri. Hljómsveitin spilar rokk með áherslu á skemmtileg gítarriff og tekur mikil áhrif frá stefnum og straumum Bretlands á níunda áratugnum og þeim hljómsveitum sem voru ríkjandi á þeim tíma. Eftir að hafa unnið Músíktilraunir árið 2015 eyddi hljómsveitin sumrinu í að spila á tónleikum og hátíðum bæði heima og erlendis. Um haustið kom svo út fyrsta EP plata sveitarinnar, Epilepsy sem inniheldur lagið Sleepyhead sem fram að þessu hefur verið vinsælasta lag sveitarinnar. Nýjasta lag sveitarinnar, Sugar Rush, er það fyrsta af væntanlegri breiðskífu sem hljómsveitin er að vinna í þessa dagana.
Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira