Pepsi-mörk kvenna voru á dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar gerðu upp þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.
Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í umferðinni þar sem lítið var skorað en aðeins sex mörk sáust í leikjunum fimm.
Markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt af þeim þegar hún tryggði Val 1-0 sigur á uppeldisfélagi sínu ÍBV.
Hér að ofan má sjá markasyrpuna úr Pepsi-mörkum kvenna.

