Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. maí 2016 21:05 Davíð undirbúinn fyrir átökin. Vísir/Stefán „Mér fannst þær heldur hófstilltar. Það voru nú ekki mikil átök í þessu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um forsetakappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. „Það sem stendur upp úr er hversu varfærin þau þrjú voru, fyrir utan Davíð Oddsson. Þetta var nú ekkert sérstaklega langt. Menn voru ekkert komnir í stuð.“ Eiríkur segir kosningabaráttuna vera á mikilvægum stað og slæmt sé að gera mistök. Þetta hafi frambjóðendurnir fjórir sem talað var við líklegast verið afar varir um. „Mér fannst Davíð nú ekki vera eins og gamli baráttu jaxlinn sem maður man eftir. Það geislaði ekki jafn mikið af honum og oft áður. Hann tók til dæmis athugasemdum spyrlana ekkert sérstaklega vel. Hann hafði mjög íhaldssama sýn á forsetaembættið og stjórnarskránna. Hann gaf ekki mikið fyrir þá lýðræðisumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er mat Eiríks að Andri Snær Magnason hafi verið sá eini sem lýsti afgerandi framtíðarsýn á sjálfu embættinu. Hinir hafi sýnt hálfgert afstöðuleysi.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður SveinssonKlassískt að hengja merkimiða á keppinautaEiríkur segir að spyrlarnir hafi tekið öðruvísi á Davíð en hinum frambjóðendunum. Það hafi þó aðallega verið vegna þess að Davíð hafi komið öðruvísi fram en hinir. Eiríkur bendir þar á tilraunir Davíðs til þess að reyna tengja Samfylkinguna og Evrópusambandið við Guðna. „Það er klassísk aðferð í íslenskum stjórnmálum að hengja óvinsæla merkimiða á menn og láta þá bera þá, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Það tilheyrir taktík sem fer ekkert endilega saman við umræður í forsetakjöri.“ Eiríkur er sammála Davíð hvað varðar fullyrðingu hans um að ekki hafi legið fyrir þingrofstillaga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í síðasta mánuði. „Þingrof fer þannig fram að forsætisráðherra leggur beiðni um þingrof fyrir forseta. Frásögn Ólafs og Sigmundar ber saman um það að forsætisráðherra hafi ekki með formlegum hætti krafið forseta um þingrof.“Vel virtist fara með þeim Guðna Th. og Andra Snæ.Vísir/StefánUm málskotsrétt forsetaHelstu skoðanaskiptin virtust þó vera í kringum málskotsrétt forseta sem kemur fram í 26. grein stjórnarskráarinnar. Þar sé afstaða Davíðs afar ólík hinna frambjóðendanna. „Hann virðist hafa eldri sýn á 26. greinina. Að það sé algjörlega sjálfstætt mat forseta að ákveða um beitingu hennar og að almennt geri forseti það ekki. Þetta hefur auðvitað breyst, bæði í meðferðum Ólafs Ragnar og í allri umræðunni um stjórnarskránna. Þar hafa menn talað um að þjóðin eigi að koma að slíku til dæmis með undirskriftalistum. Svo virðist vera að aðrir frambjóðendur hafi verið á þeirri skoðun að málskotið ætti að færast til þjóðarinnar þó svo að forseti geti deilt því með henni. Það yrði reyndar óþarfi ef svo yrði gert, en sakar svo sem ekki. Af þeim öllum var það Guðni sem talaði einna skýrast um að það ákvæði verði að koma í stjórnarskrá.“ Eiríkur er ekki frá því að það hafi verið ólík reynsla að sjá Davíð í kappræðunum í kvöld en að sjá hann í svipuðum aðstæðum hér áður fyrr. „Aðstæðurnar eru náttúrulega þannig að einn frambjóðandi hefur yfirburða fylgi. Davíð er í órafjarlægð frá þeim stuðningi sem hann hefur áður notið í þjóðfélaginu. Hann er allt í einu kominn í stöðu sem hann er mjög óvanur að vera í. Að vera það langt fyrir neðan aðal keppinautinn að það er himinn og haf á milli. Hann er einhvern veginn allt annar maður í þeirri stöðu en maður man eftir. Hann var ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
„Mér fannst þær heldur hófstilltar. Það voru nú ekki mikil átök í þessu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um forsetakappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. „Það sem stendur upp úr er hversu varfærin þau þrjú voru, fyrir utan Davíð Oddsson. Þetta var nú ekkert sérstaklega langt. Menn voru ekkert komnir í stuð.“ Eiríkur segir kosningabaráttuna vera á mikilvægum stað og slæmt sé að gera mistök. Þetta hafi frambjóðendurnir fjórir sem talað var við líklegast verið afar varir um. „Mér fannst Davíð nú ekki vera eins og gamli baráttu jaxlinn sem maður man eftir. Það geislaði ekki jafn mikið af honum og oft áður. Hann tók til dæmis athugasemdum spyrlana ekkert sérstaklega vel. Hann hafði mjög íhaldssama sýn á forsetaembættið og stjórnarskránna. Hann gaf ekki mikið fyrir þá lýðræðisumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er mat Eiríks að Andri Snær Magnason hafi verið sá eini sem lýsti afgerandi framtíðarsýn á sjálfu embættinu. Hinir hafi sýnt hálfgert afstöðuleysi.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður SveinssonKlassískt að hengja merkimiða á keppinautaEiríkur segir að spyrlarnir hafi tekið öðruvísi á Davíð en hinum frambjóðendunum. Það hafi þó aðallega verið vegna þess að Davíð hafi komið öðruvísi fram en hinir. Eiríkur bendir þar á tilraunir Davíðs til þess að reyna tengja Samfylkinguna og Evrópusambandið við Guðna. „Það er klassísk aðferð í íslenskum stjórnmálum að hengja óvinsæla merkimiða á menn og láta þá bera þá, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Það tilheyrir taktík sem fer ekkert endilega saman við umræður í forsetakjöri.“ Eiríkur er sammála Davíð hvað varðar fullyrðingu hans um að ekki hafi legið fyrir þingrofstillaga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í síðasta mánuði. „Þingrof fer þannig fram að forsætisráðherra leggur beiðni um þingrof fyrir forseta. Frásögn Ólafs og Sigmundar ber saman um það að forsætisráðherra hafi ekki með formlegum hætti krafið forseta um þingrof.“Vel virtist fara með þeim Guðna Th. og Andra Snæ.Vísir/StefánUm málskotsrétt forsetaHelstu skoðanaskiptin virtust þó vera í kringum málskotsrétt forseta sem kemur fram í 26. grein stjórnarskráarinnar. Þar sé afstaða Davíðs afar ólík hinna frambjóðendanna. „Hann virðist hafa eldri sýn á 26. greinina. Að það sé algjörlega sjálfstætt mat forseta að ákveða um beitingu hennar og að almennt geri forseti það ekki. Þetta hefur auðvitað breyst, bæði í meðferðum Ólafs Ragnar og í allri umræðunni um stjórnarskránna. Þar hafa menn talað um að þjóðin eigi að koma að slíku til dæmis með undirskriftalistum. Svo virðist vera að aðrir frambjóðendur hafi verið á þeirri skoðun að málskotið ætti að færast til þjóðarinnar þó svo að forseti geti deilt því með henni. Það yrði reyndar óþarfi ef svo yrði gert, en sakar svo sem ekki. Af þeim öllum var það Guðni sem talaði einna skýrast um að það ákvæði verði að koma í stjórnarskrá.“ Eiríkur er ekki frá því að það hafi verið ólík reynsla að sjá Davíð í kappræðunum í kvöld en að sjá hann í svipuðum aðstæðum hér áður fyrr. „Aðstæðurnar eru náttúrulega þannig að einn frambjóðandi hefur yfirburða fylgi. Davíð er í órafjarlægð frá þeim stuðningi sem hann hefur áður notið í þjóðfélaginu. Hann er allt í einu kominn í stöðu sem hann er mjög óvanur að vera í. Að vera það langt fyrir neðan aðal keppinautinn að það er himinn og haf á milli. Hann er einhvern veginn allt annar maður í þeirri stöðu en maður man eftir. Hann var ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30