Hefðu ekki haldið blaðamannafund eftir fund með Sigmundi Davíð líkt og Ólafur Ragnar gerði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 22:01 Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57