Hefðu ekki haldið blaðamannafund eftir fund með Sigmundi Davíð líkt og Ólafur Ragnar gerði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 22:01 Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57