Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur R. - ÍBV 0-1 | Maigaard í aðalhlutverki í sigri Eyjamanna | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2016 19:30 ÍBV gerði góða ferð í Laugardalinn og vann 0-1 sigur á Þrótti í 6. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Mikkel Maigaard Jakobsen skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu og tryggði Eyjamönnum sinn annan útisigur í sumar. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, fékk að líta rauða spjaldið þegar sjö mínútur voru til hálfleiks eftir viðskipti sín við markaskorarann Maigaard. Atvikið má sjá hér að neðan. Þróttarar voru vægast sagt ósáttir með dómgæslu Þórodds Hjaltalín og aðstoðarmanna hans og létu þá heyra það í viðtölum eftir leik. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 3. sæti deildarinnar en Þróttarar eru sem fyrr í 11. og næstneðsta sæti.Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn spiluðu ekki vel í leiknum en nýttu þann kafla þar sem þeir voru ofan á og skoruðu þá markið sem réði úrslitum. Þróttarar voru betri fram að rauða spjaldinu en það breytti leiknum. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleik svo ágætlega og náðu inn marki. Eftir það datt spilamennska gestanna aftur niður en varnarleikurinn var alltaf í fínu lagi og heimamenn fengu fá færi til að jafna metin.Þessir stóðu upp úr Þróttarar höfðu yfirhöndina á miðjunni fram að rauða spjaldinu þar sem þeir Ragnar Pétursson og Thiago Borges voru frískir fyrir framan Hall. Ragnar var sprækastur Þróttara en Borges datt niður í seinni hálfleik og spyrnur hans í föstum leikatriðum voru ekki góðar. Varnarlína heimamanna stóð fyrir sínu líkt og hjá ÍBV. Öftustu fjórir voru góðir hjá Eyjamönnum sem hafa haldið þrisvar hreinu í fyrstu sex deildarleikjum sínum. Fram á við var ekki mikið að frétta fyrir utan einstaka augnablik hjá Maigaard sem skoraði svo auðvitað markið mikilvæga.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þróttar var alltof bitlaus. Þeir ógnuðu lítið þegar þeir höfðu yfirhöndina í leiknum og fremstu þrír gerðu ekki mikið. Dion Acoff var lítið inni í leiknum í fyrri hálfleik en það opnaðist meira fyrir hann í seinni hálfleik. Fyrirgjafir hans voru hins vegar ekki nógu góðar og almennt séð vantaði meiri gæði í aðgerðir Þróttar á síðasta þriðjungnum. Eyjamenn spiluðu ekkert sérstaklega vel úr sínum málum eftir að þeir komust yfir. Þeir fengu fullt af möguleikum í skyndisóknum undir lok leiksins en fóru illa að ráði sínu. Einum fleiri voru gestirnir opnari vinstra megin og fyrir vikið komst Dion meira inn í leikinn. Vörnin var þó með allt á hreinu og Derby Carillo hafði lítið sem ekkert að gera í markinu. Þá átti Þóroddur Hjaltalín ekki sinn besta leik. Burtséð frá rauða spjaldinu áttu Þróttarar líklega að fá víti og Ragnar sitt annað gula spjald og þar með rautt í seinni hálfleik.Hvað gerist næst? Eyjamenn eru fínum málum eftir fyrstu sex umferðirnar og geta verið sáttir með stigasöfnunina hingað til. Þeir eiga hins vegar gríðarlega erfiða leiki framundan og þurfa að spila mun betur en í dag til að fá eitthvað út úr þeim. Þróttarar eiga mikilvæga leiki framundan gegn liðunum sem eru í kringum þá í töflunni og þurfa að safna stigum í þeim til að lenda ekki í eltingaleik.Ryder: Hann lét undan mótmælum Eyjamanna Það sauð á þjálfara Þróttar, Gregg Ryder, eftir leikinn. „Ég sá þetta ekki sjálfur en allir hafa sagt mér að þetta var ekki rautt spjald,“ sagði Englendingurinn um brottvísunina sem Hallur Hallsson fékk á 38. mínútu. „Það versta er að ég stóð við hliðina á fjórða dómaranum og hann var ekki að horfa á atvikið en samt virðist það vera hann sem tók þessa ákvörðun. „Hann fór eftir viðbrögðunum á bekknum hjá ÍBV. Ég veit fyrir víst að dómarinn sá þetta ekki en hann lét undan mótmælum þeirra. Þetta er fáránleg ákvörðun og knattspyrnusambandið þarf að taka þetta til skoðunar. „Við vorum að spila mjög vel en dómararnir eyðilögðu leikinn. Dómgæslan var ekki boðleg á þessu getustigi. Við erum að reyna spila fótbolta á háu plani og dómararnir verða að vera á sama plani. Sú var ekki raunin í kvöld,“ sagði Ryder sem var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við gerðum vel manni færri og það var enginn munur á liðunum. Við vorum á köflum opnir til baka því við þurftum að sækja en ég get ekki áfellst mína menn. Þeir voru frábærir,“ sagði Ryder að lokum.Bjarni: Veit ekkert hvað maður á að gera við tímann núna Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var ekkert sérstaklega sáttur með spilamennsku sinna manna í Laugardalnum í dag en þeim mun sáttari með stigin þrjú. „Ég er ánægður með stigin þrjú en leikurinn var ekkert sérstaklega góður. Hann var jafn þangað til Hallur var rekinn út af en við áttum ágætis mínútur fram að hálfleiknum og þangað til við náðum markinu,“ sagði Bjarni sem var ekki par sáttur með hvernig Eyjamenn fóru með skyndisóknirnar sínar í seinni hálfleik. „Við fórum alveg hryllilega illa með upplögð færi í hraðaupphlaupum. Síðasta ákvörðunin var ekki fyrir hendi en við lærum af þessu. Það er ágætt að læra af því sem illa fer í sigurleikjum.“ Það hefur verið spilað mjög þétt fyrstu vikurnar í Pepsi-deildinni og Bjarna fannst það sjást á leikmönnum í leiknum í dag. „Nú er þessi blessaði maí-mánuður að baki. Bæði lið komu löskuð til leiks og það vantar leikmenn sem eru meiddir. Það voru þreytumerki á leiknum. En nú höfum við heila viku milli leikja og maður veit ekkert hvað maður á að gera við tímann,“ sagði þjálfarinn reyndi sem er ánægður með stigasöfnun Eyjamanna í fyrstu umferðunum. „Miðað við allt og allt er stigasöfnun okkar á pari.“Hallur: Var engin illska í þessu Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, gat ekki leynt óánægju sinni með rauða spjaldið sem hann fékk í dag. „Ég held ég fái rautt spjald fyrir að slá til hans eða klappa honum,“ sagði Hallur sem virtist slá til Mikkels Maigaard Jakobsen, markaskorara ÍBV. „Ég er mjög ósáttur við þetta spjald. Aðdragandinn að því er að ég spila boltanum fram, hann [Maigaard] kemur á fullri ferð og tæklar mig út af vellinum. „Mér fannst hann eiga að fá gult spjald fyrir það og annað gult fyrir að kasta í mig vatnsbrúsa þegar við lágum fyrir utan völlinn. Svo löbbum við inn á völlinn og ég klappa honum á magann eða eitthvað og fæ beint rautt frá fjórða dómara sem var tala við þjálfarann okkar og sá ekki neitt.“ Halli er gefið að sök að hafa slegið Maigaard í punginn. En var hann með hendurnar nálægt pungnum á Dananum? „Ég klappaði honum á magann og það getur vel verið að það hafi farið aðeins neðar. En þetta var svo sárasaklaust og engin illska eða neitt í þessu,“ sagði Hallur að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
ÍBV gerði góða ferð í Laugardalinn og vann 0-1 sigur á Þrótti í 6. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Mikkel Maigaard Jakobsen skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu og tryggði Eyjamönnum sinn annan útisigur í sumar. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, fékk að líta rauða spjaldið þegar sjö mínútur voru til hálfleiks eftir viðskipti sín við markaskorarann Maigaard. Atvikið má sjá hér að neðan. Þróttarar voru vægast sagt ósáttir með dómgæslu Þórodds Hjaltalín og aðstoðarmanna hans og létu þá heyra það í viðtölum eftir leik. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 3. sæti deildarinnar en Þróttarar eru sem fyrr í 11. og næstneðsta sæti.Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn spiluðu ekki vel í leiknum en nýttu þann kafla þar sem þeir voru ofan á og skoruðu þá markið sem réði úrslitum. Þróttarar voru betri fram að rauða spjaldinu en það breytti leiknum. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleik svo ágætlega og náðu inn marki. Eftir það datt spilamennska gestanna aftur niður en varnarleikurinn var alltaf í fínu lagi og heimamenn fengu fá færi til að jafna metin.Þessir stóðu upp úr Þróttarar höfðu yfirhöndina á miðjunni fram að rauða spjaldinu þar sem þeir Ragnar Pétursson og Thiago Borges voru frískir fyrir framan Hall. Ragnar var sprækastur Þróttara en Borges datt niður í seinni hálfleik og spyrnur hans í föstum leikatriðum voru ekki góðar. Varnarlína heimamanna stóð fyrir sínu líkt og hjá ÍBV. Öftustu fjórir voru góðir hjá Eyjamönnum sem hafa haldið þrisvar hreinu í fyrstu sex deildarleikjum sínum. Fram á við var ekki mikið að frétta fyrir utan einstaka augnablik hjá Maigaard sem skoraði svo auðvitað markið mikilvæga.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þróttar var alltof bitlaus. Þeir ógnuðu lítið þegar þeir höfðu yfirhöndina í leiknum og fremstu þrír gerðu ekki mikið. Dion Acoff var lítið inni í leiknum í fyrri hálfleik en það opnaðist meira fyrir hann í seinni hálfleik. Fyrirgjafir hans voru hins vegar ekki nógu góðar og almennt séð vantaði meiri gæði í aðgerðir Þróttar á síðasta þriðjungnum. Eyjamenn spiluðu ekkert sérstaklega vel úr sínum málum eftir að þeir komust yfir. Þeir fengu fullt af möguleikum í skyndisóknum undir lok leiksins en fóru illa að ráði sínu. Einum fleiri voru gestirnir opnari vinstra megin og fyrir vikið komst Dion meira inn í leikinn. Vörnin var þó með allt á hreinu og Derby Carillo hafði lítið sem ekkert að gera í markinu. Þá átti Þóroddur Hjaltalín ekki sinn besta leik. Burtséð frá rauða spjaldinu áttu Þróttarar líklega að fá víti og Ragnar sitt annað gula spjald og þar með rautt í seinni hálfleik.Hvað gerist næst? Eyjamenn eru fínum málum eftir fyrstu sex umferðirnar og geta verið sáttir með stigasöfnunina hingað til. Þeir eiga hins vegar gríðarlega erfiða leiki framundan og þurfa að spila mun betur en í dag til að fá eitthvað út úr þeim. Þróttarar eiga mikilvæga leiki framundan gegn liðunum sem eru í kringum þá í töflunni og þurfa að safna stigum í þeim til að lenda ekki í eltingaleik.Ryder: Hann lét undan mótmælum Eyjamanna Það sauð á þjálfara Þróttar, Gregg Ryder, eftir leikinn. „Ég sá þetta ekki sjálfur en allir hafa sagt mér að þetta var ekki rautt spjald,“ sagði Englendingurinn um brottvísunina sem Hallur Hallsson fékk á 38. mínútu. „Það versta er að ég stóð við hliðina á fjórða dómaranum og hann var ekki að horfa á atvikið en samt virðist það vera hann sem tók þessa ákvörðun. „Hann fór eftir viðbrögðunum á bekknum hjá ÍBV. Ég veit fyrir víst að dómarinn sá þetta ekki en hann lét undan mótmælum þeirra. Þetta er fáránleg ákvörðun og knattspyrnusambandið þarf að taka þetta til skoðunar. „Við vorum að spila mjög vel en dómararnir eyðilögðu leikinn. Dómgæslan var ekki boðleg á þessu getustigi. Við erum að reyna spila fótbolta á háu plani og dómararnir verða að vera á sama plani. Sú var ekki raunin í kvöld,“ sagði Ryder sem var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við gerðum vel manni færri og það var enginn munur á liðunum. Við vorum á köflum opnir til baka því við þurftum að sækja en ég get ekki áfellst mína menn. Þeir voru frábærir,“ sagði Ryder að lokum.Bjarni: Veit ekkert hvað maður á að gera við tímann núna Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var ekkert sérstaklega sáttur með spilamennsku sinna manna í Laugardalnum í dag en þeim mun sáttari með stigin þrjú. „Ég er ánægður með stigin þrjú en leikurinn var ekkert sérstaklega góður. Hann var jafn þangað til Hallur var rekinn út af en við áttum ágætis mínútur fram að hálfleiknum og þangað til við náðum markinu,“ sagði Bjarni sem var ekki par sáttur með hvernig Eyjamenn fóru með skyndisóknirnar sínar í seinni hálfleik. „Við fórum alveg hryllilega illa með upplögð færi í hraðaupphlaupum. Síðasta ákvörðunin var ekki fyrir hendi en við lærum af þessu. Það er ágætt að læra af því sem illa fer í sigurleikjum.“ Það hefur verið spilað mjög þétt fyrstu vikurnar í Pepsi-deildinni og Bjarna fannst það sjást á leikmönnum í leiknum í dag. „Nú er þessi blessaði maí-mánuður að baki. Bæði lið komu löskuð til leiks og það vantar leikmenn sem eru meiddir. Það voru þreytumerki á leiknum. En nú höfum við heila viku milli leikja og maður veit ekkert hvað maður á að gera við tímann,“ sagði þjálfarinn reyndi sem er ánægður með stigasöfnun Eyjamanna í fyrstu umferðunum. „Miðað við allt og allt er stigasöfnun okkar á pari.“Hallur: Var engin illska í þessu Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, gat ekki leynt óánægju sinni með rauða spjaldið sem hann fékk í dag. „Ég held ég fái rautt spjald fyrir að slá til hans eða klappa honum,“ sagði Hallur sem virtist slá til Mikkels Maigaard Jakobsen, markaskorara ÍBV. „Ég er mjög ósáttur við þetta spjald. Aðdragandinn að því er að ég spila boltanum fram, hann [Maigaard] kemur á fullri ferð og tæklar mig út af vellinum. „Mér fannst hann eiga að fá gult spjald fyrir það og annað gult fyrir að kasta í mig vatnsbrúsa þegar við lágum fyrir utan völlinn. Svo löbbum við inn á völlinn og ég klappa honum á magann eða eitthvað og fæ beint rautt frá fjórða dómara sem var tala við þjálfarann okkar og sá ekki neitt.“ Halli er gefið að sök að hafa slegið Maigaard í punginn. En var hann með hendurnar nálægt pungnum á Dananum? „Ég klappaði honum á magann og það getur vel verið að það hafi farið aðeins neðar. En þetta var svo sárasaklaust og engin illska eða neitt í þessu,“ sagði Hallur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira