Arnar Björnsson hitti einn frægasta tennisspilara sögunnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 19:00 Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira