Zlatan Ibrahimovic spilar síðasta landsleikinn sinn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 21:57 Zlatan Ibrahimovic kveður ekki bara PSG í sumar. Vísir/Getty Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30
PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00
Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00
Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti