Björn Borg: Ísland þarf fleiri innivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Björn Borg þegar hann var upp á sitt besta. Vísir/Getty Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe. Tennis Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Sjá meira
Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe.
Tennis Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Sjá meira