Valur varð fyrsta liðið til að vinna og skora gegn nýliðum FH í Pepsi-deild kvenna, en Valsstúlkur unnu sinn annan leik í röð.
FH hafði fyrir leikinn í dag ekki fengið á sig mark í deildinni, en ísinn var brotinn á 36. mínútu þegar Elísa Viðarsdóttir skoraði eftir hornspyrnu.
Fleiri urðu mörkin ekki og annar 1-0 sigur Vals í röð, en þær unnu ÍBV 1-0 í Eyjum í síðasta leik.
Valur er öðru sætinu með átta stig, en FH er í því þriðja með sjö stig.
Valur fyrsta liðið til að skora gegn FH
Anton Ingi Leifsson skrifar
