Taka heljarstökk á áttræðisaldri og kunna Haka-dansinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 11:28 Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Fimleikar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Fimleikar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira