Ítalía vann Skotland með einu marki gegn engu, en um vináttulandsleik var að ræða. Framherji Southampton skoraði eina mark leiksins.
Leikurinn fór fram á Möltu, en Southampton framherjinn, Graziano Pelle, skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu eftir laglegt spil.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0 sigur Ítalíu sem er í riðli með með Norður-Írlandi, Belgíu og Svíþjóð á EM í sumar.
Þeir eiga eftir að spila einn leik fyrir Evrópumótið, en þeir mæta Finnlandi í æfingarleik sjötta júní.
Pelle hetja Ítala gegn Skotum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





