Donald Trump forsetaefni Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum sagði í dag að oft sé hugsað betur um ólöglega innflytjendur þar í landi en hermenn landsins. Hann lét þessi orð falla þegar hann kom fram á samkomu mótorhjólamanna sem haldin var í höfuðborginni í dag.
„Við ætlum ekki að láta það viðgangast lengur,“ sagði Trump við mikinn fögnuð áhorfenda en hann lét það vera að leggja fram einhver gögn máli sínu til stuðnings.
Samkoman var haldin til þess að votta látnum hermönnum virðingu sína. Það er líklegast engin tilviljun að Trump beini nú athygli sinni að fyrrum hermönnum því í fyrra var hann mjög gagnrýndur fyrir að móðga John McCain þingmann og fyrrum forsetaframbjóðanda. Þá sagði hann að McCain væri aðeins „stríðshetja“ vegna þess að hann var handsamaður af óvininum í Víet-nam stríðinu.
Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn

Tengdar fréttir

Trump búinn að ná meirihluta
Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí.

Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á
35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego.

Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group
Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu.