Skipverjinn látinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 12:30 Vísir Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17