Verum hugrökk Magnús Orri Schram skrifar 12. maí 2016 07:00 Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sanngjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir.Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sanngjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir.Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar