Selfoss byrjar tímabilið í Pepsi-deild kvenna af krafti en liðið vann 0-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld.
Lauren Elizabeth Hughes skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu en það var jafnframt fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í ár.
Sterkur sigur Selfyssinga á erfiðum útivelli en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Valorie O'Brien sem tók við þjálfarastarfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni eftir síðasta tímabil.
Selfoss fær bikarmeistara Stjörnunnar í heimsókn í næstu umferð á meðan Eyjakonur sækja Fylki heim.
Selfyssingar gerðu góða ferð til Eyja
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
