Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason sem aðdáendur sænsku Wallander þáttana þekkja best í hlutverki Pontus hefur verið ráðinn til þess að leika tennisstjörnuna Björn Borg. Myndin fjallar um fjöldamörg einvígi sem sænska tennisstjarnan háði við bandaríska skaphundinn John McEnroe sem leikinn verður af Shia LaBeouf. Hann er líklegast frægastur fyrir hlutverk sín í Transformers myndunum sem og fjórðu Indiana Jones myndinni.
Myndin ber einfaldlega heitið Borg vs McEnroe og er leikstýrt af hinum danska Janus Metz. Handritið skrifar Ronnie Sandahl. Það var sænska blaðið Sydsvenskan sem greindi frá.
Borg og McEnroe voru erkifjendur á tennisvellinum og léku til dæmis á móti hvor öðrum til úrslita á Wimbledon mótinu árin 1980 og 1981.
Frægðarsól Sverris sem leikari hefur verið að rísa í Svíþjóð frá því að hann fór með annað aðalhlutverkið í myndinni Monica Z sem kom út árið 2013.
Sverrir Guðnason leikur Björn Borg

Tengdar fréttir

Sverrir Guðnason heillar Svía með söng og loftfimleikum
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi steig Sverrir á stokk og heillaði áhorfendur með mögnuðu atriði.

Sverrir Guðnason valinn besti leikari í aðalhlutverki
Hlutskarpastur í sínum flokki á sænsku kvikmyndaverðlaununum í kvöld.

Sverrir Guðnason tilnefndur til menningarverðlauna
Ástæða tilnefningarinnar er sögð vera að augu áhorfanda dragast að honum í hverju atriði sem hann leiki í.