Hent út af Twitter Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 19:12 Margir velta því fyrir sér hvort Azealia Banks sé að eyðileggja feril sinn með hegðun sinni á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks? Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks?
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira