Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Snærós Sindradóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Bessastaðir Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira