Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2016 20:16 Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.” Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.”
Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04