Arnar: Ég var tiltölulega þægur í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:50 Arnar Grétarsson var kominn aftur á hliðarlínuna í dag. vísir/vilhelm "Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
"Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27
Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15