Þrefalt fleiri sækja um hæli Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira