Þvílík veisla! Ívar Halldórsson skrifar 17. maí 2016 09:50 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar