Alþjóða Ólympíunefndin hefur gefið það út að 31 keppandi á Ólympíuleikunum í Peking hafi komist upp með það að nota ólögleg lyf á leikunum í Kína.
Það komst upp um að þessir íþróttamenn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu þegar sýni sem voru tekin fyrir átta árum voru prófuð með nýjustu tækni og aðferðum. Alls voru 454 lyfjapróf skoðuð á ný.
Óhreinu íþróttamennirnir komu úr sex íþróttagreinum og frá tólf þjóðum. Það mun koma betur í ljós á næstu dögum hverjir þeir eru en næst á dagskrá hjá Alþjóða Ólympíunefndinni er að tilkynna öllum sem tengjast málinu um niðurstöðurnar.
Það er mjög líklegt að þessir óhreinu íþróttamenn verði setti í bann og fái því ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst.
Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði við þetta tilefni að þessar fréttir sönnuðu það að óhreinir íþróttamenn hafi aldrei stað til að fela sig.
„Þetta er öflug árás á svindlarana sem við munum aldrei leyfa að vinna," sagði Thomas Bach. „Við geymum sýni í tíu ár svo að svindlararnir geti aldrei sofið rólegir," sagði Thomas Bach harðorður.
„Með því að stoppa svo marga óhreina íþróttamenn að taka þátt í leikunum í Ríó þá sýnum við í verki þá einbeitni okkar að verja heilindi Ólympíuleikanna," sagði Bach.
31 notaði ólögleg lyf í Peking 2008 en það komst ekki upp fyrr en 2016
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

