Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hóp sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar.
Portúgal er í riðli með Íslandi, Austurríki og Ungverjalandi, en fyrsti leikur Portúgals er gegn Íslandi þann fjórtánda júní. Leikið verður í Saint-Etienne.
Stórstjörnur á borð við Cristiano Ronaldo, Nani og pepe eru á sínum stað auk leikmanna eins og Renato Sanches sem gekk í raðir Bayern Munchen á dögunum.
Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni, en neðar í fréttinni má svo rifja upp íslenska hópinn.
Markmenn: Rui Patrício (Sporting), Anthony Lopes (Lyon), Eduardo (Dínamo Zagreb).
Varnarmenn: Vieirinha (Wolfsburgo), Cédric (Southampton), Pepe (Real Madrid), Ricardo Carvalho (Mónaco), Bruno Alves (Fenerbahçe), José Fonte (Southampton), Eliseu (Benfica) Raphael Guerreiro (Lorient).
Miðjumenn: William Carvalho (Sporting), Danilo Pereira (FC Porto), João Moutinho (Mónaco), Renato Sanches (Benfica), Adrien Silva (Sporting), André Gomes (Valência) e João Mário (Sporting).
Sóknarmenn: Rafa Silva (SC Braga), Ricardo Quaresma (Besiktas), Nani (Fenerbahçe), Cristiano Ronaldo (Real Madrid) Éder (Lille).

