Ætlaði mér að synda miklu hraðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 06:00 Eygló Ósk stingur sér til sunds í gær. vísir/epa Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Sjá meira
Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45
Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52
Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30
Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48
Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09