Síðustu Evrópumeistaratitlar Liverpool eru eftirminnilegir | Myndir og Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 09:45 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og knattspyrnustjórinn Rafael Benítez með Meistaradeildarbikarinn 2005. Vísir/Getty Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira