Myndband: Skálmöld flytur víkingasöng í 17. aldar kirkju í Frakklandi
Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vísir/Jagoda Szymańska
Hljómsveitin Skálmöld voru um síðustu helgi í stuttu tónleikaferðalagi um Evrópu. Þar kom sveitin meðal annars fram í Monastére royal de Brou í austur Frakklandi sem áður var klaustur en á meðal bygginga þar er kirkja. Byggingin var byggð á 17. öld af hertogaynjunni Margaret frá Austurríki.
Sveitin kom þar fram á metal-tónleikum ásamt nokkrum öðrum sveitum. Fyrir tónleikana skoðuðu liðsmenn Skálmaldar sig um og heilluðust sérstaklega að hljómfalli kirkjunnar. Svo mikil var ánægjan að liðsmenn brustu skyndilega í söng og fóru með vísu að víkinga-sið. Þetta náðist til allrar lukku á myndband. Það má sjá hér að neðan.
Fyrstu tónleikar Rokkkórs Íslands verða næstkomandi föstudag og verða tekin eighties rokklög með hljómsveitum eins og AC/DC, Kiss og White Snake. Rokki og kór er ekki oft blandað saman en stjórnandi kórsins segir það koma vel út.