Fjórtán mörk voru skoruð í leikjunum fimm í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi og var umferðin krufin til mergjar í Pepsi-mörkum kvenna í kvöld.
Fjögur mörk litu dagsins ljós á þremur stöðum; Akureyrarvelli, í Árbænum og á Selfossi, en markalaust var í Kaplakrika. Valur og KR skildu svo jöfn 1-1.
Stjarnan er á toppnum með sex stig eftir fyrstu tvo leikina, en Breiðablik og FH koma í næstu sætum, bæði með fjögur.
ÍA er á botninum án stiga, en Fylkir og KR koma svo í næstu sætum fyrir ofan með eitt stig hvor.
Hér að ofan má sjá öll mörk 2. umferðar Pepsi-deildar kvenna.
Leikir umferðarinnar:
Valur - KR 1-1
Fylkir - ÍBV 1-3
Selfoss - Stjarnan 1-3
Þór/KA - ÍA 4-0
Sjáðu öll mörkin úr 2. umferð Pepsi-deildar kvenna
Anton Ingi Leifsson skrifar