Fréttalottó Ívar Halldórsson skrifar 2. maí 2016 11:08 Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun