Íslenski boltinn

Gary: Ekkert vit í að spila á þessu grasi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Martin mætti sínum gömlu félögum í kvöld.
Gary Martin mætti sínum gömlu félögum í kvöld. vísir/stefán
Víkingurinn Gary Martin spilaði gegn sínum gömlu félögum í KR í fyrsta deildarleik sínum í rauðsvarta búningnum. Leikurinn var bragðdaufur og lyktaði með markalausu jafntefli.

„Þetta var erfitt. Bæði lið voru slök í dag. Veðrið og völlurinn - þetta var eins og þetta var. Við erum ánægðir með stigin en bæði lið eru mun betri en þau sýndu í dag.“

Hann segir að það hefði verið ekkert vit í að spila á KR-vellinum í kvöld.

„Grasvellirnir eru ekki tilbúnir. Það er ekki hægt að spila á þessu. Það ætti að skiptast á að spila á gervigrasvöllunum þangað til að grasið kemst í betra stand.“

„Þetta er ekki fótbolti. Stuðningsmenn sem koma hingað vilja ekki sjá háloftabolta. Leikmenn vilja ekki spila svona heldur.“

„En við sýndum úr hverju við erum gerðir. Ég held að það séu ekki mörg lið sem koma hingað og ná í stig.“ sagði Gary Martin sem fékk þau tíðindi í viðtalinu að Leicester væri orðinn enskur meistari.

Gary var ekki ánægður þegar hann spilaði á vinstri kantinum hjá KR í fyrra en hann var á vinstri kantinum hjá Víkingi í kvöld. Hann segir það þó tvennt ólíkt.

„Þetta eru ólík kerfi. Ég mun gera meira að því að sækja inn á miðjuna og þegar við fáum að spila á betri velli þá mun ég spila betur en í kvöld,“ sagði Gary Martin sem fékk þau tíðindi í viðtalinu að Leicester væri orðinn enskur meistari.

„Er það? Þá getum við orðið Íslandsmeistarar með Víkingi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×