Hólmbert Aron Friðjónsson var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik KR og Víkings í Pepsi-deildinni í kvöld.
Sóknarmaðurinn Hólmbert fékk tvívegis höfuðhögg í leiknum í kvöld og var tekinn af velli eftir það síðara undir lok leiksins.
Hann missti þó ekki meðvitund en ákveðið var að flytja hann upp á sjúkrahús til nánari skoðunar. Var um öryggisráðstöfun að ræða að sögn KR-inga sem Vísir ræddi við í kvöld.
Leik KR og Víkings lyktaði með markalausu jafntefli í kvöld.
Hólmbert fluttur á sjúkrahús

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum
Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað.

Gary: Ekkert vit í að spila á þessu grasi
Gary Martin segir að það sé hægt að spila mun betri fótbolta á gervigrasi en á KR-vellinum í kvöld. Það hafi bitnað á gæðum leiksins.