Gylfi Páll Hersir: Bandaríkin burt úr Guantánamo Gylfi Páll Hersir skrifar 5. maí 2016 07:00 Það verður að skila aftur landsvæðinu sem umlykur bandarísku herstöðina á Guantánamo og tekið var með ólögmætum hætti,“ og binda enda á 55 ára viðskiptabann Bandaríkjastjórnar, ítrekaði Raúl Castro, forseti Kúbu, þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti sótti landið heim í mars sl. Obama kvað stjórn sína hafa „yfirgefið ákveðna skuggahlið sögunnar“ hvað varðar samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Furðuleg staðhæfing í ljósi þess að hann minntist ekki einu orði á herstöðina á Guantánamo – 28 þúsund ekrur lands umhverfis Guantánamo-flóa þar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð í rúma öld í trássi við fullveldi Kúbu. Það er gagnlegt að skoða hvernig Bandaríkin komust yfir þetta svæði og hvers vegna það er alþjóðleg krafa að þau fari þaðan burt. Árið 1898 þegar sjálfstæðishetjur Kúbu voru að vinna sigur í 30 ára baráttu við nýlendustjórn Spánar, lýstu Bandaríkin yfir stríði við Spán og komust í leiðinni yfir fyrrum nýlendur þeirra á Puerto Rico, Guam-eyju og Filippseyjar. Í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember 1898 – enginn fulltrúi Kúbu var viðstaddur – segir: „Spánn gefur eftir allar kröfur til Kúbu … Spánn yfirgefur eyjuna og er hún tekin yfir af Bandaríkjunum.“ Bandarískt herlið hélt til í landinu fram í maí 1902. Þá var komin á fót ríkisstjórn hliðholl Bandaríkjunum og skrifuð viðbót við nýja stjórnarskrá að frumkvæði Orville Platt, þingmanns Bandaríkjanna, sem skuldbatt ríkisstjórn Kúbu til þess að samþykkja allar ráðstafanir hernámsliðsins. Hún veitti Bandaríkjastjórn heimild til afskipta af innri málefnum Kúbu og rétt til þess að kaupa og leigja kúbanskt landsvæði undir herstöðvar. Leppstjórnin á Kúbu samþykkti í febrúar 1903 að „leigja“ Bandaríkjastjórn Guantánamo-flóa í ótiltekinn tíma. Innrásir og herstjórn fylgdi í kjölfarið allt fram til 1959. Alþýða manna á Kúbu hefur hvað eftir annað mótmælt Platt-viðbótinni og veru bandarískra herstöðva á Kúbu. Árið 1934 var viðbótin numin úr gildi en í staðinn kom „sáttmáli“ sem skuldbatt Kúbu til þess að leigja Bandaríkjunum Guantánamo um ókomin ár nema báðir aðilar samþykktu annað. Slíkt samkomulag þekkist ekki meðal fullvalda ríkja. Bandaríkjastjórn hefur sent árlega ávísun fyrir „leigunni“ upp á 4.085 Bandaríkjadali sem ríkisstjórn Kúbu leysir ekki út.Æfingasvæði bandarísku heimsvaldastefnunnar Bandaríkjastjórn hefur nýtt herstöðina í gegnum tíðina sem æfingasvæði til að verja hagsmuni heimsvaldastefnunnar á svæðinu. Innrás Bandaríkjanna í Haiti 1915-1934 og í Nicaragua 1926-1933 var gerð frá herstöðinni á Guantánamo. Með sigri verkafólks og bænda á Kúbu yfir einræðisleppstjórn Fulgencio Batista í janúar 1959, tók við völdum byltingarstjórn í landinu undir forystu Fídel Castró. Hún krafðist þess strax að hernámi Bandaríkjanna lyki og landsvæðinu yrði skilað. Sigur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu, þeirrar fyrstu á vesturhveli jarðar, gerði það að verkum að Bandaríkjastjórn var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að halda í herstöðina á Guantánamo. Þarna voru glæpagengi þjálfuð og Kúbu ögrað; kúbanskir hermenn hafa fallið þegar skotið hefur verið frá herstöðinni. Stjórn Kúbu ýtti á að Guantánamo yrði skilað í Kúbudeilunni í október 1962, þegar Kennedy taldi sig hafa rétt til þess að ákveða hvaða vopn Kúbanir mættu hafa í 130 km fjarlægð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og þau voru með herstöð á kúbanskri grund! Í kjölfar byltinga á Grenada og í Nicaragua árið 1979 ákvað Bandaríkjastjórn að efla herlið sitt á Guantánamo. Því var ætlað að vera til mótvægis við allar frekari tilraunir til þess að ógna yfirráðum heimsvaldastefnunnar í Ameríku. Seinna tók Bandaríkjastjórn að nota Guantánamo sem fangelsi. Þúsundum flóttafólks frá Haiti var haldið þar föngnum við ömurlegar aðstæður í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Fólkið hafði flúið einræðisstjórn sem tók við af kjörinni stjórn Jean Bertrand Aristide. Kúbönskum ríkisborgurum, sem reyndu að komast til Bandaríkjanna á bátum 1994 í alvarlegri efnahagskreppu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin og viðskiptabanns Bandaríkjanna, var líka haldið föngnum í herstöðinni á Guantánamo. Í byrjun janúar árið 2002 var hinum skelfilegu Camp X-Ray fangabúðum komið á fót fyrir fanga sem voru teknir í Afganistan og víðar. Þeim hefur verið haldið föngnum án ákæru eða réttarhalda vegna „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Um 780 grunaðir „óvinveittir bardagamenn“ hafa verið fluttir til Guantánamo, verið pyntaðir og búið við ómannúðlegar aðstæður. Þegar Obama tók við völdum fyrir 7 árum lofaði hann að loka fangelsinu. Enn er þar 91 fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það verður að skila aftur landsvæðinu sem umlykur bandarísku herstöðina á Guantánamo og tekið var með ólögmætum hætti,“ og binda enda á 55 ára viðskiptabann Bandaríkjastjórnar, ítrekaði Raúl Castro, forseti Kúbu, þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti sótti landið heim í mars sl. Obama kvað stjórn sína hafa „yfirgefið ákveðna skuggahlið sögunnar“ hvað varðar samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Furðuleg staðhæfing í ljósi þess að hann minntist ekki einu orði á herstöðina á Guantánamo – 28 þúsund ekrur lands umhverfis Guantánamo-flóa þar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð í rúma öld í trássi við fullveldi Kúbu. Það er gagnlegt að skoða hvernig Bandaríkin komust yfir þetta svæði og hvers vegna það er alþjóðleg krafa að þau fari þaðan burt. Árið 1898 þegar sjálfstæðishetjur Kúbu voru að vinna sigur í 30 ára baráttu við nýlendustjórn Spánar, lýstu Bandaríkin yfir stríði við Spán og komust í leiðinni yfir fyrrum nýlendur þeirra á Puerto Rico, Guam-eyju og Filippseyjar. Í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember 1898 – enginn fulltrúi Kúbu var viðstaddur – segir: „Spánn gefur eftir allar kröfur til Kúbu … Spánn yfirgefur eyjuna og er hún tekin yfir af Bandaríkjunum.“ Bandarískt herlið hélt til í landinu fram í maí 1902. Þá var komin á fót ríkisstjórn hliðholl Bandaríkjunum og skrifuð viðbót við nýja stjórnarskrá að frumkvæði Orville Platt, þingmanns Bandaríkjanna, sem skuldbatt ríkisstjórn Kúbu til þess að samþykkja allar ráðstafanir hernámsliðsins. Hún veitti Bandaríkjastjórn heimild til afskipta af innri málefnum Kúbu og rétt til þess að kaupa og leigja kúbanskt landsvæði undir herstöðvar. Leppstjórnin á Kúbu samþykkti í febrúar 1903 að „leigja“ Bandaríkjastjórn Guantánamo-flóa í ótiltekinn tíma. Innrásir og herstjórn fylgdi í kjölfarið allt fram til 1959. Alþýða manna á Kúbu hefur hvað eftir annað mótmælt Platt-viðbótinni og veru bandarískra herstöðva á Kúbu. Árið 1934 var viðbótin numin úr gildi en í staðinn kom „sáttmáli“ sem skuldbatt Kúbu til þess að leigja Bandaríkjunum Guantánamo um ókomin ár nema báðir aðilar samþykktu annað. Slíkt samkomulag þekkist ekki meðal fullvalda ríkja. Bandaríkjastjórn hefur sent árlega ávísun fyrir „leigunni“ upp á 4.085 Bandaríkjadali sem ríkisstjórn Kúbu leysir ekki út.Æfingasvæði bandarísku heimsvaldastefnunnar Bandaríkjastjórn hefur nýtt herstöðina í gegnum tíðina sem æfingasvæði til að verja hagsmuni heimsvaldastefnunnar á svæðinu. Innrás Bandaríkjanna í Haiti 1915-1934 og í Nicaragua 1926-1933 var gerð frá herstöðinni á Guantánamo. Með sigri verkafólks og bænda á Kúbu yfir einræðisleppstjórn Fulgencio Batista í janúar 1959, tók við völdum byltingarstjórn í landinu undir forystu Fídel Castró. Hún krafðist þess strax að hernámi Bandaríkjanna lyki og landsvæðinu yrði skilað. Sigur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu, þeirrar fyrstu á vesturhveli jarðar, gerði það að verkum að Bandaríkjastjórn var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að halda í herstöðina á Guantánamo. Þarna voru glæpagengi þjálfuð og Kúbu ögrað; kúbanskir hermenn hafa fallið þegar skotið hefur verið frá herstöðinni. Stjórn Kúbu ýtti á að Guantánamo yrði skilað í Kúbudeilunni í október 1962, þegar Kennedy taldi sig hafa rétt til þess að ákveða hvaða vopn Kúbanir mættu hafa í 130 km fjarlægð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og þau voru með herstöð á kúbanskri grund! Í kjölfar byltinga á Grenada og í Nicaragua árið 1979 ákvað Bandaríkjastjórn að efla herlið sitt á Guantánamo. Því var ætlað að vera til mótvægis við allar frekari tilraunir til þess að ógna yfirráðum heimsvaldastefnunnar í Ameríku. Seinna tók Bandaríkjastjórn að nota Guantánamo sem fangelsi. Þúsundum flóttafólks frá Haiti var haldið þar föngnum við ömurlegar aðstæður í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Fólkið hafði flúið einræðisstjórn sem tók við af kjörinni stjórn Jean Bertrand Aristide. Kúbönskum ríkisborgurum, sem reyndu að komast til Bandaríkjanna á bátum 1994 í alvarlegri efnahagskreppu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin og viðskiptabanns Bandaríkjanna, var líka haldið föngnum í herstöðinni á Guantánamo. Í byrjun janúar árið 2002 var hinum skelfilegu Camp X-Ray fangabúðum komið á fót fyrir fanga sem voru teknir í Afganistan og víðar. Þeim hefur verið haldið föngnum án ákæru eða réttarhalda vegna „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Um 780 grunaðir „óvinveittir bardagamenn“ hafa verið fluttir til Guantánamo, verið pyntaðir og búið við ómannúðlegar aðstæður. Þegar Obama tók við völdum fyrir 7 árum lofaði hann að loka fangelsinu. Enn er þar 91 fangi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun