Gylfi Páll Hersir: Bandaríkin burt úr Guantánamo Gylfi Páll Hersir skrifar 5. maí 2016 07:00 Það verður að skila aftur landsvæðinu sem umlykur bandarísku herstöðina á Guantánamo og tekið var með ólögmætum hætti,“ og binda enda á 55 ára viðskiptabann Bandaríkjastjórnar, ítrekaði Raúl Castro, forseti Kúbu, þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti sótti landið heim í mars sl. Obama kvað stjórn sína hafa „yfirgefið ákveðna skuggahlið sögunnar“ hvað varðar samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Furðuleg staðhæfing í ljósi þess að hann minntist ekki einu orði á herstöðina á Guantánamo – 28 þúsund ekrur lands umhverfis Guantánamo-flóa þar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð í rúma öld í trássi við fullveldi Kúbu. Það er gagnlegt að skoða hvernig Bandaríkin komust yfir þetta svæði og hvers vegna það er alþjóðleg krafa að þau fari þaðan burt. Árið 1898 þegar sjálfstæðishetjur Kúbu voru að vinna sigur í 30 ára baráttu við nýlendustjórn Spánar, lýstu Bandaríkin yfir stríði við Spán og komust í leiðinni yfir fyrrum nýlendur þeirra á Puerto Rico, Guam-eyju og Filippseyjar. Í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember 1898 – enginn fulltrúi Kúbu var viðstaddur – segir: „Spánn gefur eftir allar kröfur til Kúbu … Spánn yfirgefur eyjuna og er hún tekin yfir af Bandaríkjunum.“ Bandarískt herlið hélt til í landinu fram í maí 1902. Þá var komin á fót ríkisstjórn hliðholl Bandaríkjunum og skrifuð viðbót við nýja stjórnarskrá að frumkvæði Orville Platt, þingmanns Bandaríkjanna, sem skuldbatt ríkisstjórn Kúbu til þess að samþykkja allar ráðstafanir hernámsliðsins. Hún veitti Bandaríkjastjórn heimild til afskipta af innri málefnum Kúbu og rétt til þess að kaupa og leigja kúbanskt landsvæði undir herstöðvar. Leppstjórnin á Kúbu samþykkti í febrúar 1903 að „leigja“ Bandaríkjastjórn Guantánamo-flóa í ótiltekinn tíma. Innrásir og herstjórn fylgdi í kjölfarið allt fram til 1959. Alþýða manna á Kúbu hefur hvað eftir annað mótmælt Platt-viðbótinni og veru bandarískra herstöðva á Kúbu. Árið 1934 var viðbótin numin úr gildi en í staðinn kom „sáttmáli“ sem skuldbatt Kúbu til þess að leigja Bandaríkjunum Guantánamo um ókomin ár nema báðir aðilar samþykktu annað. Slíkt samkomulag þekkist ekki meðal fullvalda ríkja. Bandaríkjastjórn hefur sent árlega ávísun fyrir „leigunni“ upp á 4.085 Bandaríkjadali sem ríkisstjórn Kúbu leysir ekki út.Æfingasvæði bandarísku heimsvaldastefnunnar Bandaríkjastjórn hefur nýtt herstöðina í gegnum tíðina sem æfingasvæði til að verja hagsmuni heimsvaldastefnunnar á svæðinu. Innrás Bandaríkjanna í Haiti 1915-1934 og í Nicaragua 1926-1933 var gerð frá herstöðinni á Guantánamo. Með sigri verkafólks og bænda á Kúbu yfir einræðisleppstjórn Fulgencio Batista í janúar 1959, tók við völdum byltingarstjórn í landinu undir forystu Fídel Castró. Hún krafðist þess strax að hernámi Bandaríkjanna lyki og landsvæðinu yrði skilað. Sigur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu, þeirrar fyrstu á vesturhveli jarðar, gerði það að verkum að Bandaríkjastjórn var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að halda í herstöðina á Guantánamo. Þarna voru glæpagengi þjálfuð og Kúbu ögrað; kúbanskir hermenn hafa fallið þegar skotið hefur verið frá herstöðinni. Stjórn Kúbu ýtti á að Guantánamo yrði skilað í Kúbudeilunni í október 1962, þegar Kennedy taldi sig hafa rétt til þess að ákveða hvaða vopn Kúbanir mættu hafa í 130 km fjarlægð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og þau voru með herstöð á kúbanskri grund! Í kjölfar byltinga á Grenada og í Nicaragua árið 1979 ákvað Bandaríkjastjórn að efla herlið sitt á Guantánamo. Því var ætlað að vera til mótvægis við allar frekari tilraunir til þess að ógna yfirráðum heimsvaldastefnunnar í Ameríku. Seinna tók Bandaríkjastjórn að nota Guantánamo sem fangelsi. Þúsundum flóttafólks frá Haiti var haldið þar föngnum við ömurlegar aðstæður í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Fólkið hafði flúið einræðisstjórn sem tók við af kjörinni stjórn Jean Bertrand Aristide. Kúbönskum ríkisborgurum, sem reyndu að komast til Bandaríkjanna á bátum 1994 í alvarlegri efnahagskreppu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin og viðskiptabanns Bandaríkjanna, var líka haldið föngnum í herstöðinni á Guantánamo. Í byrjun janúar árið 2002 var hinum skelfilegu Camp X-Ray fangabúðum komið á fót fyrir fanga sem voru teknir í Afganistan og víðar. Þeim hefur verið haldið föngnum án ákæru eða réttarhalda vegna „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Um 780 grunaðir „óvinveittir bardagamenn“ hafa verið fluttir til Guantánamo, verið pyntaðir og búið við ómannúðlegar aðstæður. Þegar Obama tók við völdum fyrir 7 árum lofaði hann að loka fangelsinu. Enn er þar 91 fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það verður að skila aftur landsvæðinu sem umlykur bandarísku herstöðina á Guantánamo og tekið var með ólögmætum hætti,“ og binda enda á 55 ára viðskiptabann Bandaríkjastjórnar, ítrekaði Raúl Castro, forseti Kúbu, þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti sótti landið heim í mars sl. Obama kvað stjórn sína hafa „yfirgefið ákveðna skuggahlið sögunnar“ hvað varðar samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Furðuleg staðhæfing í ljósi þess að hann minntist ekki einu orði á herstöðina á Guantánamo – 28 þúsund ekrur lands umhverfis Guantánamo-flóa þar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð í rúma öld í trássi við fullveldi Kúbu. Það er gagnlegt að skoða hvernig Bandaríkin komust yfir þetta svæði og hvers vegna það er alþjóðleg krafa að þau fari þaðan burt. Árið 1898 þegar sjálfstæðishetjur Kúbu voru að vinna sigur í 30 ára baráttu við nýlendustjórn Spánar, lýstu Bandaríkin yfir stríði við Spán og komust í leiðinni yfir fyrrum nýlendur þeirra á Puerto Rico, Guam-eyju og Filippseyjar. Í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember 1898 – enginn fulltrúi Kúbu var viðstaddur – segir: „Spánn gefur eftir allar kröfur til Kúbu … Spánn yfirgefur eyjuna og er hún tekin yfir af Bandaríkjunum.“ Bandarískt herlið hélt til í landinu fram í maí 1902. Þá var komin á fót ríkisstjórn hliðholl Bandaríkjunum og skrifuð viðbót við nýja stjórnarskrá að frumkvæði Orville Platt, þingmanns Bandaríkjanna, sem skuldbatt ríkisstjórn Kúbu til þess að samþykkja allar ráðstafanir hernámsliðsins. Hún veitti Bandaríkjastjórn heimild til afskipta af innri málefnum Kúbu og rétt til þess að kaupa og leigja kúbanskt landsvæði undir herstöðvar. Leppstjórnin á Kúbu samþykkti í febrúar 1903 að „leigja“ Bandaríkjastjórn Guantánamo-flóa í ótiltekinn tíma. Innrásir og herstjórn fylgdi í kjölfarið allt fram til 1959. Alþýða manna á Kúbu hefur hvað eftir annað mótmælt Platt-viðbótinni og veru bandarískra herstöðva á Kúbu. Árið 1934 var viðbótin numin úr gildi en í staðinn kom „sáttmáli“ sem skuldbatt Kúbu til þess að leigja Bandaríkjunum Guantánamo um ókomin ár nema báðir aðilar samþykktu annað. Slíkt samkomulag þekkist ekki meðal fullvalda ríkja. Bandaríkjastjórn hefur sent árlega ávísun fyrir „leigunni“ upp á 4.085 Bandaríkjadali sem ríkisstjórn Kúbu leysir ekki út.Æfingasvæði bandarísku heimsvaldastefnunnar Bandaríkjastjórn hefur nýtt herstöðina í gegnum tíðina sem æfingasvæði til að verja hagsmuni heimsvaldastefnunnar á svæðinu. Innrás Bandaríkjanna í Haiti 1915-1934 og í Nicaragua 1926-1933 var gerð frá herstöðinni á Guantánamo. Með sigri verkafólks og bænda á Kúbu yfir einræðisleppstjórn Fulgencio Batista í janúar 1959, tók við völdum byltingarstjórn í landinu undir forystu Fídel Castró. Hún krafðist þess strax að hernámi Bandaríkjanna lyki og landsvæðinu yrði skilað. Sigur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu, þeirrar fyrstu á vesturhveli jarðar, gerði það að verkum að Bandaríkjastjórn var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að halda í herstöðina á Guantánamo. Þarna voru glæpagengi þjálfuð og Kúbu ögrað; kúbanskir hermenn hafa fallið þegar skotið hefur verið frá herstöðinni. Stjórn Kúbu ýtti á að Guantánamo yrði skilað í Kúbudeilunni í október 1962, þegar Kennedy taldi sig hafa rétt til þess að ákveða hvaða vopn Kúbanir mættu hafa í 130 km fjarlægð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og þau voru með herstöð á kúbanskri grund! Í kjölfar byltinga á Grenada og í Nicaragua árið 1979 ákvað Bandaríkjastjórn að efla herlið sitt á Guantánamo. Því var ætlað að vera til mótvægis við allar frekari tilraunir til þess að ógna yfirráðum heimsvaldastefnunnar í Ameríku. Seinna tók Bandaríkjastjórn að nota Guantánamo sem fangelsi. Þúsundum flóttafólks frá Haiti var haldið þar föngnum við ömurlegar aðstæður í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Fólkið hafði flúið einræðisstjórn sem tók við af kjörinni stjórn Jean Bertrand Aristide. Kúbönskum ríkisborgurum, sem reyndu að komast til Bandaríkjanna á bátum 1994 í alvarlegri efnahagskreppu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin og viðskiptabanns Bandaríkjanna, var líka haldið föngnum í herstöðinni á Guantánamo. Í byrjun janúar árið 2002 var hinum skelfilegu Camp X-Ray fangabúðum komið á fót fyrir fanga sem voru teknir í Afganistan og víðar. Þeim hefur verið haldið föngnum án ákæru eða réttarhalda vegna „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Um 780 grunaðir „óvinveittir bardagamenn“ hafa verið fluttir til Guantánamo, verið pyntaðir og búið við ómannúðlegar aðstæður. Þegar Obama tók við völdum fyrir 7 árum lofaði hann að loka fangelsinu. Enn er þar 91 fangi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun