Aðeins er nú tekið við greiðslukortum um borð í vélum Icelandair og því ekki lengur hægt að greiða með reiðufé sé verslað um borð. Fáir hafa valið að borga með reiðufé segir upplýsingafulltrúi flugfélagsins.
„Þeir sem ferðast milli landa eru nánast undantekningalaust með debet- eða kreditkort og notkun seðla og myntar um borð er nú þegar mjög lítil,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Túrista.
„Við höfum ekki getað tekið þetta skref til fulls fyrr en nú þegar tæknin opnar þessa möguleika gagnvart debetkortunum og við getum þannig fylgt þeirri þróun sem við sjáum hjá ýmsum stærri flugfélögum í kringum okkur,” segir Guðjón.
Nýjar sölutölvur um borð gera fólki kleyft að borga með bæði debet- og kreditkortum en einnig verður hægt að nýta vildarpunkta Icelandair sem greiðslu fyrir mat og tollfrjálsan varning.
Eingöngu greiðslukort hjá Icelandair
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent


Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent



Greiðsluáskorun
Samstarf

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent