Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 10:44 Um 1300 gistirými er að finna í Mýrdalshreppi. vísir/heiða Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22
Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01