Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 10:44 Um 1300 gistirými er að finna í Mýrdalshreppi. vísir/heiða Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22
Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01