MC Póló krefst diskókúlu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 16:18 Svavar Pétur tekur það ekki í mál að koma fram án þess að á staðnum sé diskókúla. Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira