Tónlist

Heimurinn syrgir Prince: „Byltingarkenndur listamaður“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Getty
Það virðast margir vera í losti eftir fréttir af andláti listamannsins Prince sem lést í dag á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum 57 ára að aldri.

Prince var ótrúlegur listamaður og afkastamikill með eindæmum en hann gaf alls út 38 plötur á sínum ferli. Fjölmargir af þekktustu listamönnum heimsins hafa vottað honum virðingu sína á undanförnum klukkutímum og þar fer Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, fremstur í flokki.

Meðal þeirra sem minnast Prince eru listamenn á borð við Justin Timberlake, Madonna, Lionel Richie og MC Hammer auk Barack Obama sem helst er þekktur fyrir að vera forseti Bandaríkjanna.

A photo posted by Ariana Grande (@arianagrande) on

A photo posted by Lenny Kravitz (@lennykravitz) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×