Slæmar fréttir fyrir sumarið hjá KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2016 10:30 Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR. Vísir/Anton KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ??? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ???
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44
Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15