Leikjafyrirtækið CCP kynnti í gær nýja viðbót við hinn langlífa leik EVE Online. Viðbótin heitir Citadels og mun gera spilurum kleift að byggja risastórar geimstöðvar á stærð við borgir á yfirráðasvæði sínu.
Citadels verður gefið út þann 27. apríl, en viðbótin var kynnt með nýrri stiklu sem sýnd var á EVE Online Fanfest í gær. Fanfest er árlegur viðburður þar sem spilarar EVE koma saman, CCP kynnir nýjustu verkefni sín og margt fleira.