Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Donald Trump. Vísir/Getty Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira