Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Donald Trump. Vísir/Getty Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent