Erlent

John Oliver fjallar um skuldavanda Puerto Rico

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld Puerto Rico skulda 72 milljarða dala og eru í mikilli fjárhagskreppu. Þáttastjórnandinn John Oliver vakti athygli á vandanum í þætti sínum Last Week Tonight í gær á sinn skemmtilega hátt.

Búið er að loka fjölda skóla á eyjunni og um 80 þúsund íbúar fluttu á brott í fyrra. Vandinn er gífurlegur og hafa yfirvöld þegar ekki ráðið við að borga af skuldum sínum. Ofan á það þarf Puerto Rico að greiða verulegar fjárhæðir í maí og í júní.

John Oliver vekur athygli á mörgum af vöndum eyjunnar og fær hann Lin-Manuel Miranda til að hjálpa sér. Miranda er höfundur vinsæls söngleikar og nýverið ræddi hann við þingmenn Puerto Rico og bauð þeim miða á sýningu á sína ef þeir komi eyjunni til hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×