Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: „Margt sem má læra af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 06:00 David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira