Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 12:48 Frá örtröðinni í IKEA í morgun. Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira