Höskuldur: Þetta var erfitt því hugurinn var kominn út Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 09:30 Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00