Opnar hönnunar- og listamiðstöð í gömlu kartöflugeymslunum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. vísir/Vilhelm „Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira