Bæta við bátum og fjölga skoðunarferðum Svavar Hávarðsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Tíu bátar verða gerðir út hjá Norðursiglingu í sumar. Mynd/Norðursigling Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. „Norðursigling hefur boðið skipulagðar hvalaskoðunarferðir í rúm 20 ár og tekist hefur að vaxa með þessari þróun og halda í við fjölgunina,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík, og bætir við að tveir nýir bátar komi inn í flota Norðursiglingar til viðbótar við þá átta sem fyrir voru. Í flotanum í sumar verða því tíu bátar; flestir eru þeir gamlir íslenskir eikarbátar sem hafa verið endursmíðaðir og svo er um þá tvo nýju. Eins hefur Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna – fyrst fyrirtækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, þá er það spá Samtaka ferðaþjónustunnar að viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækjanna í landinu, sem voru tólf í fyrra, muni fjölga um vel rúmlega fimmtíu þúsund manns. Spáð er að gestir fyrirtækjanna muni verða tæplega 327 þúsund, en þeir voru 272 þúsund í fyrra.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri NorðursiglingarFyrirtækjum í hvalaskoðun, í grein sem var ekki spáð bjartri framtíð fyrir nokkrum misserum, hefur fjölgað í tólf og gera þau út frá sex svæðum á landinu. „Við verðum líka að fjölga ferðum, svo við náum að auka töluvert við okkar framboð – bæði með fjölgun báta og ferða. Tímabilið fer vel af stað, en það sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur, og á fleiri stöðum á landsbyggðinni, er að ferðamönnum er að fjölga á jaðartímum. Það styrkir þessi fyrirtæki við að bjóða sína þjónustu yfir lengri tíma og að geta boðið upp á heilsársstörf í ferðaþjónustu,“ segir Guðbjartur en gestir Norðursiglingar í fyrra voru rétt um sextíu þúsund. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík, og umsvifin setja orðið mikinn svip á bæjarbraginn. Guðbjartur segir þróunina vera þá að sífellt meiri eftirspurn sé eftir ævintýraferðum og hvalaskoðun sé ein tegund ferða sem tilheyra þeirri upplifun.Guðbjartur veit ekki nákvæmlega hversu margir ferðamenn heimsækja Húsavík sérstaklega vegna hvalaskoðunar, en það sé óumdeilt að töluverður fjöldi ferðamanna sækir sérstaklega á þá staði þar sem slíkar ferðir eru í boði. Norðausturland sé vel í sveit sett til að taka á móti gestum – með vinsæla ferðamannastaði sem hafa mikið aðdráttarafl, eins og til dæmis Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. „Fleira kemur til en hvalaskoðunin ein og sér. Hér höfum við hvalasafnið, sem mikill akkur er í og svo er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Húsavík. Það eru því mikil samlegðaráhrif í þessu öllu sem hér er,“ segir Guðbjartur en við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. „Norðursigling hefur boðið skipulagðar hvalaskoðunarferðir í rúm 20 ár og tekist hefur að vaxa með þessari þróun og halda í við fjölgunina,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík, og bætir við að tveir nýir bátar komi inn í flota Norðursiglingar til viðbótar við þá átta sem fyrir voru. Í flotanum í sumar verða því tíu bátar; flestir eru þeir gamlir íslenskir eikarbátar sem hafa verið endursmíðaðir og svo er um þá tvo nýju. Eins hefur Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna – fyrst fyrirtækja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, þá er það spá Samtaka ferðaþjónustunnar að viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækjanna í landinu, sem voru tólf í fyrra, muni fjölga um vel rúmlega fimmtíu þúsund manns. Spáð er að gestir fyrirtækjanna muni verða tæplega 327 þúsund, en þeir voru 272 þúsund í fyrra.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri NorðursiglingarFyrirtækjum í hvalaskoðun, í grein sem var ekki spáð bjartri framtíð fyrir nokkrum misserum, hefur fjölgað í tólf og gera þau út frá sex svæðum á landinu. „Við verðum líka að fjölga ferðum, svo við náum að auka töluvert við okkar framboð – bæði með fjölgun báta og ferða. Tímabilið fer vel af stað, en það sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur, og á fleiri stöðum á landsbyggðinni, er að ferðamönnum er að fjölga á jaðartímum. Það styrkir þessi fyrirtæki við að bjóða sína þjónustu yfir lengri tíma og að geta boðið upp á heilsársstörf í ferðaþjónustu,“ segir Guðbjartur en gestir Norðursiglingar í fyrra voru rétt um sextíu þúsund. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík, og umsvifin setja orðið mikinn svip á bæjarbraginn. Guðbjartur segir þróunina vera þá að sífellt meiri eftirspurn sé eftir ævintýraferðum og hvalaskoðun sé ein tegund ferða sem tilheyra þeirri upplifun.Guðbjartur veit ekki nákvæmlega hversu margir ferðamenn heimsækja Húsavík sérstaklega vegna hvalaskoðunar, en það sé óumdeilt að töluverður fjöldi ferðamanna sækir sérstaklega á þá staði þar sem slíkar ferðir eru í boði. Norðausturland sé vel í sveit sett til að taka á móti gestum – með vinsæla ferðamannastaði sem hafa mikið aðdráttarafl, eins og til dæmis Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. „Fleira kemur til en hvalaskoðunin ein og sér. Hér höfum við hvalasafnið, sem mikill akkur er í og svo er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Húsavík. Það eru því mikil samlegðaráhrif í þessu öllu sem hér er,“ segir Guðbjartur en við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00