Ted Cruz velur sér varaforsetaefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 22:22 Cruz og Fiorina í faðmlögum. Vísir/Getty Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira