Nikolaj Hansen, framherji Vals, verður ekki með liðinu í fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla vegna meiðsla sem hann varð fyrir í Meistarakeppni KSÍ síðastliðið mánudagskvöld.
Hansen tognaði á ökkla í leiknum og þurfti að fara af velli, en í viðtali við fótbolti.net staðfestir Ólafur Jóhannesson að danski framherjinn verði frá í allt að þrjár vikur.
Daninn missir því að leikjunum gegn Fjölni og nýliðum Ólafsvíkur og möguleika leikjunum gegn Fylki í þriðju umferð og kannski Víkingi í fjórðu umferðinni.
Valsmenn eru þó ekki á flæðiskeri staddir í framherjamálum því þeir voru búnir að fá Rolf Toft, sem spilaði með Víkingi í fyrra, til liðs við sig og þá gekk Björgvin Stefánsson, markahæsti leikmaður 1. deildar í fyrra, til liðs við Hlíðarendafélagið á láni í fyrradag.
