Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson þarf að endurgreiða 52 milljónir auk dráttarvaxta. vísir/gva Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40